'Ég kalla þessa færslu hér í dag Skóla Lífsins,og það eru margar ástæður fyrir því.
En ég er ein af þeim örugglega fjölmörgu sem hafa ekki aðra menntun ,en úr skóla lífsins,
en það er ekki auðveldara en annað nám eins og t.d. menntaskóli og háskólanám ,en ekki metið til jafns við það hvorki til launa né verðleika. Mín lífsreynsla einkennist af miklum áföllum í lífinu, og ekki bara í minni kynslóð heldur einnig kynslóðarinnar á undan þ.e. foreldra og tengdafjölskyldna minna.
Sá aðbúnaður sem okkur lífeyrisþegum er búinn er til háborinnar skammar fyrir þær ríkistjórnir sem hafa verið við völd s.l. áratugi. en hvernig á annað að vera þegar það fólk sem er við völd ,þekkir ekki,eða vill ekki vita af stöðu fjölda lífeyrisþega,sem lifa langt undir framfærslu mörkum.
Hvernig er hægt að ættlast til að manneskja sem er orðin ein í heimili lifi á tekjum fráTryggingarstofnun ,sem eru innan við 150.000 á mánuð +50 þúsund í lífeyrisjóð . Húsnæðiskostnaður er að nálgast 120.000 í Búseturéttaríbúð. Lyf og læknisheimsóknir rokið upp úr öllu valdi þarf að vera í sjúkraþjálfun stóran hluta úr ári og svona má lengi telja. það er ekki gert ráð fyrir neinu tónstundarstarfi ,því það er ekki í boð í þessari stöðu.Hvað þá þegar þú missir maka þinn ,þá fyrst reynir á og þú verður að standa þig .Það er varla fyrir meðal jón að koma fólki sínu í gröfina og það setur heldur betur stórt strik í reikninginn,sem síðan verður að brúa.Ég er akki að kvarta mín vegna ,heldu fyrir allan þann fjölda sem er í þessari stöðu.því þeir eru ekki fáir. Það er ekki furða ,þó það sé byrjað að leiðrétta kjör þeirra sem best standa í þjóðfélaginu og hækka ekki hjá þeim sem eru með lægstu framfærsluna hjá Tryggingastofnun ,því þær breytingar sem er verið að gera núna koma þeim til hjápar ,nema þeir séu á vinnumarkaði.Ég vil skora á Ríkistjórnina að endurskoða þessi mál.Njótið sumarsins með bros á vör.það byrtir upp um síðir.Krosa.
Flokkur: Menntun og skóli | 8.7.2013 | 15:22 (breytt 22.9.2013 kl. 22:31) | Facebook
Færsluflokkar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.